Askur herrapeysa
Askur herrapeysa
Peysan Askur er með áferðarmynstri á bol og skemmtilegum smáatriðum í hönnun. Breiður laski teygir sig frá hálsmáli niður berustykkið, í hliðarnar á bolnum og undir ermum, niður að stroffi. Sniðið er klassískt með hálsmáli sem er lægra að framan en aftan, svo peysan fer vel um háls og herðar. Peysan er frekar þykk og hlý og því góð í útivistina.
Prjónað er frá hálsmáli og niður. Í fyrstu er prjónað fram og til baka til að móta hálsmálið en síðan tengt í hring. Laskalykkjur skilja að ermar og bak- og framstykki, og er aukið út frá þeim niður berustykkið. Skipt er í bol og ermar sem hvort tveggja eru prjónuð í hring. Í lokin eru teknar upp lykkjur í hálsmáli til að prjóna stroff. Auðvelt er að aðlaga sídd og ermalengd að þörfum notandans.
Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 / Bolvídd peysu 93 – 104 – 113 – 120 – 127 – 136 sm.
Prjónfesta: 16 lykkjur og 20 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 sm.
Prjónar: Langir og stuttir hringprjónar nr. 5 og 6, sokkaprjónar nr. 5 – eða sú prjónastærð sem gefur rétta prjónfestu. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokka- og ermaprjóna.
Garn: Garn að eigin vali sem gefur rétta prjónfestu. Peysan á myndinni er prjónuð úr Vams frá Rauma (50 gr = 83 m) í lit 003. Eco+ frá Cascade kemur líka vel út. Garnþörf u.þ.b. 850 – 950 – 1050 – 1150 – 1250 – 1350 m (til viðmiðunar).
Erfiðleikastig: 3 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Útaukning og úrtaka til hægri og vinstri, áferðarmynstur prjónað fram og til baka og í hring, lykkjur prjónaðar upp í hálsmáli, ítölsk affelling (ef vill). Mynsturteikningar sem sýna útaukningar og hálsmál, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni.
Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.