Skip to product information
1 of 4

Yrja Knit

Auður

Auður

Regular price 1.190 kr.
Regular price Sale price 1.190 kr.
Sale Sold out

Auður er einföld og stílhrein peysa sem auðvelt er að prjóna. Hún er með skemmtilegu axlarsniði en að öðru leyti bein og mátast vel. Fínlegt garnið gerir auðvelt að dressa peysuna upp og niður. Þessi var hugsuð sem jólapeysa fyrir mig og því valdi ég þennan ótrúlega fallega rauða lit - sem erfitt er að fanga á ljósmynd.

Prjónað er frá hálsmáli og niður, flækjustigi er haldið í lágmarki og frágangur lítill. Góð byrjendauppskrift eða Netflix-vænt verkefni fyrir vanari prjónara.

Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6  / Bolvídd peysu 93 – 100 – 108 –  118 – 128 - 138 sm.

Prjónfesta: 16 lykkjur í sléttu prjóni = 10 sm á breidd.

Prjónar: Langir hringprjónar (80-100 sm) og ermaprjónar  nr. 5 1/2  eða sú stærð sem gefur rétta prjónfestu.  Ef töfralykkja er notuð þarf ekki ermaprjóna.

Garn: Prjónað er með tveim þráðum af silki mohair. Ég notaði Gepard Kid Seta (25 g = 210 m) í lit 1008 Red og get mælt með því garni.

Það þarf u.þ.b. 150 – 175 – 175 til 200 – 200 – 225 – 250 g í peysuna en þar sem við prjónum öll með okkar eigin lagi er ekki hægt að gefa upp alveg nákvæma tölu.

Erfiðleikastig: 2 af 5. Það sem þarf að kunna (eða læra): Uppfit og affelling. Prjónað slétt í hring og fram og til baka. Útaukning til hægri og vinstri. Úrtaka í stærstu stærðunum. Prjónaðar upp lykkjur í handvegi eða ermar saumaðar í. Helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

View full details