Skip to product information
1 of 2

Yrja knit

DUGGARI UNGBARNAPEYSA

DUGGARI UNGBARNAPEYSA

Regular price 900 kr.
Regular price Sale price 900 kr.
Sale Sold out
Shipping calculated at checkout.

Duggarapeysan vinsæla er hér útfærð fyrir minnstu krílin. Sama mynstur er á berustykki en kraginn er lægri en á fullorðins- og barnapeysunum. Til þess að auðveldara sé að klæða þau minnstu í peysuna er klauf prjónuð í einn laskann, sem er svo lokað með tölum. 

Prjónað er frá hálsmáli, fram og til baka í byrjun. Byrjað er á stroffi, berustykkið svo prjónað með laskaútaukningum. Þegar klaufin er orðin nógu löng er tengt í hring og prjónað áfram að handvegi. Þegar kemur að handvegi er skipt í bol og ermar sem áfram eru prjónuð í hring. 

Stærðir: 0-3-6-9-12-24 mánaða / Bolvídd peysu 44-46-52-57-61-66 sm. (Fatastærð u.þ.b. 56-62-68-74-80-92)

Prjónfesta: 24 lykkjur og 32 umferðir í sléttu prjóni = 10*10 sm.

Prjónar:  Fyrir bol og ermar: Stuttir hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3½ eða sú stærð sem gefur rétta prjónfestu. Fyrir stroff: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3. Einn langur hringprjónn í hvorri stærð er nóg ef töfralykkja er notuð.  

Garn: Garn að eigin vali sem hæfir prjónfestunni. Ljósa peysan á myndinni er prjónuð úr Isager Eco Baby (50 gr = 150 m) í lit E0. Sé annað garn valið þarf að huga að garnþörf. Mælt er með náttúrulegu garni, gjarnan lífrænu, sem er ekki of loðið. Það þarf u.þ.b. 100-100-150-150-150-200 g í peysuna.

Erfiðleikastig: 3 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap s.s. að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, auka út til hægri og vinstri, fækka lykkjum með því að prjóna 2 saman til hægri og vinstri, og fella af. Einnig eru gerð hnappagöt. Helstu skýringar á prjónatækni eru í uppskriftinni ásamt vísun á leiðbeiningamyndbönd. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

View full details