Skip to product information
1 of 5

Yrja knit

Laufey vesti

Laufey vesti

Regular price 1.190 kr.
Regular price Sale price 1.190 kr.
Sale Sold out

Laufeyjarvesti er prjónað í fallegu blaðmynstri. Vestið passar bæði við kjóla og buxur og fer jafn vel við fínar skyrtur og einfalda boli – eða bara eitt og sér.  Fislétt en hlýtt og notalegt vesti með mikið notagildi, hvort sem er íslenskt sumar eða vetur.

Prjónað er neðan frá í hring. Þegar kemur að handvegi skiptist stykkið í tvennt og er hvor hluti prjónaður fram og til baka. Hálsmál er mótað með því að prjóna hvort axlarstykki fyrir sig. Lykkjað er saman á öxlum og í lokin eru prjónaðar upp lykkjur í hálsmáli og handvegi til að gera stroff. Stuttar umferðir eru notaðar til að móta stroffið við handveg.

Stærðir: 1 – 2 – 3 / Bolvídd vestis u.þ.b. 100 – 110 – 120 sm.

Prjónfesta (til viðmiðunar) : Stærð 1: 13 lykkjur, stærð 2: 12 lykkjur og stærð 3: 11 lykkur í sléttu prjóni = 10 sm.

Prjónar:

  • Fyrir stærð 1: 80 sm hringprjónar nr. 4 og 6 og 40 sm hringprjónar nr. 4.
  • Fyrir stærð 2: 80 sm hringprjónar nr. 4,5 og 6,5 og 40 sm hringprjónar nr. 4,5.
  • Fyrir stærð 3: 80 sm hringprjónar nr. 5 og 7 og 40 sm hringprjónar nr. 5

Garn: Garn að eigin vali sem gefur rétta prjónfestu. Vestin á myndunum eru prjónuð úr tveim þráðum af Brushed Alpaca Silk frá Drops (25 gr = 140 m). Val á garni hefur áhrif á áferð, útlit og þyngd flíkurinnar. Það þarf um 175 g / 980 m í vestið.

Erfiðleikastig: 4 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, prjóna upp lykkjur, prjóna stuttar umferðir og auka út og fækka lykkjum til hægri og vinstri. Prjónað er mynstur skv. teikningu þar sem m.a. er slegið upp á prjóninn og 3 lykkjur prjónaðar saman slétt og brugðið. Mynsturteikning, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

View full details