Skip to product information
1 of 1

Yrja Knit

VALENTINA UNGBARNAPEYSA

VALENTINA UNGBARNAPEYSA

Regular price 990 kr.
Regular price Sale price 990 kr.
Sale Sold out
Language/tungumál

Það er svo gaman að klæða lítil kríli í krúttlega flík. Peysan Valentína er einmitt þannig, hún er sæt og fín og umvefur lítinn unga með hjörtum og kærleika. Peysan fór í prufuprjón á Valentínusardaginn og það var því borðleggjandi hvaða nafn hún fengi.

Prjónað er frá hálsmáli. Byrjað er á stroffi, berustykkið svo prjónað með laskaútaukningum og stuttum umferðum. Þegar kemur að handvegi er skipt í bol og ermar sem áfram eru prjónuð í hring. Val er um stuttar eða venjulegar ermar.

Stærðir: 3-6-9-12-24-48 mánaða / Bolvídd peysu 51-55-58-62-66-69 sm. (Fatastærð u.þ.b. 62-68-74-80-92-104)

Prjónfesta: 22 lykkjur í sléttu prjóni = 10 sm.

Prjónar:  Fyrir bol og ermar: Stuttir hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3½ - 4 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu. Fyrir stroff: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3. Einn langur hringprjónn í hvorri stærð er nóg ef töfralykkja er notuð.  

Garn: Garn að eigin vali sem hæfir prjónfestunni (DK grófleiki). Peysan á myndinni er prjónuð úr DUO frá Sandnes garn (50 gr = 115 m) í litum 3543 - Warm Brown og 1015 - Kitt. Sé annað garn valið þarf að huga að garnþörf. Mælt er með náttúrulegu garni. Það þarf u.þ.b. 100-100-150-150-150-200 g af aðallit og 50 g af af mynsturlit í langerma peysu.

Erfiðleikastig: 3 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap s.s. að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, auka út til hægri og vinstri, fækka lykkjum með því að prjóna 2 saman, og fella af. Auk þess eru gerðar þýskar stuttar umferðir á sama tíma og aukið er út við laska. Prjónað er litamynstur eftir mynsturmynd. Fellt er af með ítalskri affellingu ef vill. Helstu skýringar á prjónatækni eru í uppskriftinni ásamt vísun á leiðbeiningamyndbönd. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

View full details