Yrja barnapeysa
Yrja barnapeysa
Þessi mjúka peysa er barnaútgáfan af Yrju dömupeysunni. Hún er fljótprjónuð, mynstrið er einfalt og auðlært en setur mikinn svip á peysuna. Prjónað er neðan frá og upp og ermarnar eru prjónaðar við bolinn með laskaúrtökum. Hálsmálið er mótað með því að prjóna fram og til baka. Tvöfalt stroff er í hálsmáli. Garnið í peysuna er úr náttúrulegum efnum; Alpaca, bómull og merinoull, hlýtt, létt og lipurt. Peysan er í víðari kantinum og sniðið gerir ráð fyrir um 13-20 sm í hreyfivídd, mestri í stærri stærðunum.
Stærðir: 2 – 4 – 6 – 8 – 10 -12 – 14 ára.
Prjónafesta: 14 lykkjur og 24 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.
Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4 og 6 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu.
Garn: CaMaRose Snefnug (50 gr = 110 m) eða blásið garn af sama grófleika. Áætluð garnþörf er u.þ.b. 200 – 200 – 250 – 250 – 300 – 300 – 350 gr.
Erfiðleikastig: 3 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap. Auk þess er notast við ítalskt uppfit, úrtökur og útaukningar til hægri og vinstri. Í löskum er tekið úr með því að prjóna 3 L saman bæði frá réttu og röngu. Helsta tækni er útskýrð í uppskriftinni og með hlekkjum á skýringarmyndbönd.
Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.