Skip to product information
1 of 7

Yrja knit

Yrja jakkapeysa

Yrja jakkapeysa

Regular price 1.190 kr.
Regular price Sale price 1.190 kr.
Sale Sold out

Þessi mjúka og hlýja peysa er prjónuð úr grófu garni á stóra prjóna í áferðarmynstri. Mynstrið er einfalt og auðlært en setur mikinn svip á peysuna. Garnið í peysuna er úr náttúrulegum efnum; Alpaca, bómull og merinoull.

Prjónað er neðan frá og upp, fram og til baka. Boðungarnir eru prjónaðir um leið og bolurinn. Ermarnar eru prjónaðar við bolinn með laskaúrtökum. Frágangur er því sáralítill, aðeins þarf að lykkja ermar við bol í holhönd og lykkja boðungana saman í hnakkanum.

Stærðir: Uppskriftin er í 6 stærðum; bolvídd peysu: 98-104-111-118-124-131 sm.

Prjónfesta: 12 lykkjur og 14 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.

Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 6 og 9 eða sú stærð sem gefur rétta prjónfestu.

Garn: Drops Wish (50 gr = 70 m). Hér sýnt í litnum Sægrænn (nr 14). Garnmagn í peysu er u.þ.b. 550-600-650-650-700-750-800 gr. Nota má annað garn af sama grófleika eða prjóna með tveimur þráðum sem saman gefa rétta prjónfestu.

Erfiðleikastig: 3 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap. Auk þess er notast við ítalskt uppfit, úrtökur og útaukningar til hægri og vinstri. Í löskum er tekið úr með því að prjóna 3 lykkjur saman. Helsta tækni er útskýrð í uppskriftinni og með hlekkjum á skýringarmyndbönd.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti. 

View full details