Fara í upplýsingar um vöru
1 af 4

Yrja knit

DUGGARAKRAGI BARNA

DUGGARAKRAGI BARNA

Almennt verð 500 kr.
Almennt verð Söluverð 500 kr.
Afsláttur Uppselt
Sending reiknast síðar í kaupferlinu.

Duggarakraginn er með sama mynstri og Duggarapeysan vinsæla. Mynstrið er einfalt og auðlært en gerir áferðina sérstaka og prjónaskapinn áhugaverðan. Gefinn er möguleiki á einföldu stroffi eða stroffi með uppábroti. Flottur kragi einn og sér eða með húfu og vettlingum í stíl.

Stærðir: 2-3 ára, 4-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára.

Prjónfesta: 22 lykkjur og 28 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 sm.

Prjónar: Stuttir hringprjónar nr. 3,5 og lengri prjónar nr 4 eða sú stærð sem þarf til að ná prjónfestu.

Garn: Margar tegundir af garni koma til greina, miða þarf við sk. Léttband/DK weight eða garn með prjónfestuna 21-24 lykkjur. Það þarf u.þ.b. 100 g í allar stærðirnar.

Erfiðleikastig: 2 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Ítalskt uppfit (ef vill), útaukningar og mynsturprjón. Skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru aftast í uppskriftinni.

Ath. að einnig er hægt að fá uppskrift fyrir sett með húfu, vettlingum og hálskraga í einum pakka.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti. 

Skoða allar upplýsingar