DUGGARASETT BARNA
DUGGARASETT BARNA
Duggarasettið er með sama mynstri og Duggarapeysan vinsæla. Mynstrið er einfalt og auðlært en gerir áferðina sérstaka og prjónaskapinn áhugaverðan. Húfan er með uppábrotið stroff og er því hlý og góð. Kragann má hafa með einföldu stroffi eða rúllukraga. Tvær útgáfur eru af vettlingunum, með kanti fyrir ofan stroffið til að stinga undir úlpuermar, og með venjulegu stroffi.
Stærðir: 2-3 ára, 4-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára.
Prjónafesta: 22 lykkjur og 28 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 sm.
Prjónar: Stuttir hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3,5 og 4 eða sú stærð sem þarf til að ná prjónafestu. Ef töfralykkja er notuð þarf langa hringprjóna í hvorri stærð.
Garn: Léttband/DK weight eða garn með prjónafestuna 21-24 lykkjur. Margar tegundir af garni koma til greina en mælt er með hreinu ullarbandi eða blöndu af náttúrulegum efnum, t.d. alpaca og ull. Það þarf u.þ.b. 350-400-450-450 g í allar flíkurnar.
Erfiðleikastig: 2 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Ítalskt uppfit og affelling (ef vill), útaukningar og úrtökur til hægri og vinstri. Skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru aftast í uppskriftinni.
Ath. að einnig er hægt að fá uppskrift fyrir hverja og eina flík sér.
Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti.