Fara í upplýsingar um vöru
1 af 5

Yrja knit

DUGGARI BARNAPEYSA

DUGGARI BARNAPEYSA

Almennt verð 1.190 kr.
Almennt verð Söluverð 1.190 kr.
Afsláttur Uppselt
Pattern language

Peysan er með áferðarmynstri á berustykki en er einföld að öðru leyti. Hún minnir á sjómannapeysur fyrri tíma og fékk því nafnið Duggari. Klassísk í sniði og kemur vel út í margs konar garni, hlý en ekki of þykk og passar við allt.

Prjónað er frá hálsmáli og niður. Í fyrstu er prjónað mynsturprjón fram og til baka til að móta hálsmál en síðan tengt í hring. Laskalykkjur skilja að ermar og bak- og framstykki, og er aukið út frá þeim niður berustykkið. Eftir að berustykki er lokið er peysan prjónuð með sléttu prjóni. Í lokin eru teknar upp lykkjur í hálsmáli til að prjóna stroff. Auðvelt er að aðlaga sídd og ermalengd að þörfum notandans.

Stærðir: 2 – 4 – 6 – 8 – 10 – 12 ára.

Prjónafesta: 18 lykkjur og 24 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 sm.

Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4 og 5 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu, lengd fer eftir stærð peysu. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokkaprjóna.

Garn: Margar garntegundir koma til greina í þessa peysu. Svarta peysan á myndinni er prjónuð úr Lama-Tweed frá CaMaRose en sú ljósa úr Cascade 220.

Áætlað garnmagn: 200 – 250 – 300 – 300 – 350 – 400 – 400 gr.

Erfiðleikastig: 2 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Útaukning og úrtaka til hægri og vinstri, einfalt áferðarmynstur, lykkjur teknar upp í hálsmáli. Mynsturteikning sem sýnir útaukningar, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

Skoða allar upplýsingar