Fara í upplýsingar um vöru
1 af 3

Yrja knit

FREYR LOPAPEYSA

FREYR LOPAPEYSA

Almennt verð 1.190 kr.
Almennt verð Söluverð 1.190 kr.
Afsláttur Uppselt

Freyr er óhefðbundin lopapeysa sem gaman er að prjóna í alls kyns litasamsetningum. Símynstrið gerir peysuna extra þykka og hlýja. Hálsmálið er lægra að framan þannig að peysan fer vel.

Prjónað er neðan frá og upp. Bolur og ermar eru prjónuð í hring, sameinuð á einn prjón við handveg og tekið úr berustykki með löskum. Hálsmál er mótað með því að prjóna stuttar umferðir fram og til baka.

Stærðir: 1-2-3-4-5-6 / Bolvídd 93-100-107-113-120-127 sm í gefinni prjónafestu.

Prjónafesta: 12 lykkjur og 16 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.

Prjónar: Hringprjónar nr. 4½ og 7 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu; 40, 60 og 80 sm langir. Sokkaprjónar nr. 4½ fyrir stroff. Einn langur hringprjónn í hvorri stærð er nóg ef töfralykkja er notuð.

Garn: Álafoss lopi.

Erfiðleikastig: 3-4 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap s.s. að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, taka upp lykkjur og auka út til hægri og vinstri. Prjónað er eftir litamynstri ásamt því að gerðar eru úrtökur þar sem þrjár lykkjur eru prjónaðar saman. Útskýringar eru í uppskriftinni sjálfri auk mynsturteikningar og ýmissa leiðbeininga.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

Skoða allar upplýsingar