Fara í upplýsingar um vöru
1 af 3

Yrja knit

GARRI KRAGI

GARRI KRAGI

Almennt verð 0 kr.
Almennt verð Söluverð 0 kr.
Afsláttur Uppselt
Language

Uppskriftin að Garra kraganum varð til einn ískaldan dag í janúar þegar snjóaði og blés og vorið virtist aldrei ætla að koma. Kraginn er nógu þykkur til að veita skjól, nógu nettur til að passa undir flestar úlpur og jakka og svo einfaldur að allir geta gert hann. Brotinn tvöfaldur virkar hann líka vel sem eyrnaband. Sannkölluð „einnar dokku dásemd“. Garri merkir kaldur vindur eða næðingur og nafnið hæfir kraganum vel.

Stærðir: Ein stærð.

Prjónfesta: 19 lykkjur í mynsturprjóni = 10 sm.

Prjónar: Hringprjónar nr. 5 ½, 40 sm langir. Ef þú prjónar laust skaltu nota hálfu númeri minni prjóna en fara upp um hálfa stærð ef þú prjónar fast. Grófari prjónn eða aukaprjónn til að fitja upp og fella af, ef vill.

Garn: Snefnug frá CaMaRose (50 g = um 110 m) sem er úr alpaca, bómull og merinoull, eða sambærilega gróft garn. Kraginn á forsíðunni er prjónaður úr lit 7315 Grå Beige.  Það þarf 50 g í kragann.

Erfiðleikastig: 1 af 5. Gott byrjendaverkefni.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti. 

Skoða allar upplýsingar