GJAFAMIÐAR - ÞVOTTALEIÐBEININGAR
GJAFAMIÐAR - ÞVOTTALEIÐBEININGAR
Fallegir miðar til að láta fylgja með prjónuðum gjöfum. Á miðana er hægt að skrá upplýsingar um þann sem prjónaði, hvaða uppskrift var notuð, garnið sem prjónað var úr og stærðina á flíkinni. Einnig er hægt að merkja við nokkrar helstu tegundir þvottaleiðbeininga og koma þannig í veg fyrir að handverkið þitt skemmist í þvotti.
Gjafamiðarnir koma á skjali sem þú getur notað aftur og aftur. Miðarnir eru hvítir, skjalið er af stærðinni A4 og á hverju blaði eru 8 miðar til að klippa út og skrifa á. Þú prentar skjalið út, helst á aðeins þykkari pappír en venjulega. Það þarf ekki litaprentara en kemur vel út að nota litaðan pappír. Svo klippir þú miðana út og merkir inn á þá eins og passar hverju sinni.
Við kaup á gjafamiðum færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti.