Fara í upplýsingar um vöru
1 af 4

Yrja knit

LAUFEY HYRNA

LAUFEY HYRNA

Almennt verð 900 kr.
Almennt verð Söluverð 900 kr.
Afsláttur Uppselt
Language

Laufeyjarhyrnan er prjónað í fallegu blaðmynstri. Mynstrið hefur þann kost að vera fallegt bæði á réttunni og röngunni og er mjög skemmtilegt að prjóna. Fislétt en hlý og notaleg hyrna með mikið notagildi, hvort sem er íslenskt sumar eða vetur.

Stærðir: Hægt er að prjóna hyrnuna í þeirri stærð sem hver vill en til viðmiðunar eru eftirfarandi stærðir í uppskriftinni: 

  • 28*66 sm, nær einu sinni um hálsinn og er bundin í hnakkann.
  • 58*115 sm, nær tvisvar um hálsinn, bundið að framan.

Prjónfesta (til viðmiðunar): U.þ.b. 18 L í sléttu prjóni = 10 sm á breidd. Hægt er að prjóna í hvaða prjónfestu sem er, eftir því hvaða garn er valið og hvaða grófleika og þykkt er óskað eftir að hyrnan hafi.

Prjónar: Langir hringprjónar sem gefa hæfilega prjónfestu út frá því garni sem valið er. Til viðmiðunar: 80-120 sm langir hringprjónar nr. 5, fyrir það garn sem gefið er upp í uppskriftinni. 

Garn: Ljósa hyrnan á myndinni er prjónuð úr tveim þráðum af  Cashmere Me frá Gepard (25 gr = 175 m) og fóru 3 hnotur í hana (stærri hyrna). Bláa hyrnan er prjónuð úr tveim þráðum af Midnatssol frá CaMaRose (25 g = 200 m) og fór ein hnota í hana (minni hyrna). Ef prjónað er með einum þræði af grófara garni (worsted grófleiki) má helminga garnmagnið sem þarf.

Val á garni hefur áhrif á áferð, útlit og þyngd hyrnunnar. 

Erfiðleikastig: 3 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af. Prjónað er mynstur skv. mynsturmynd þar sem m.a. er slegið upp á prjóninn og 3 lykkjur prjónaðar saman slétt (tvöföld miðjuúrtaka) og brugðið. Mynsturteikning, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni. 

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna það. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.

Skoða allar upplýsingar