Fara í upplýsingar um vöru
1 af 2

Yrja knit

LÍN HANDKLÆÐI OG BORÐKLÚTUR

LÍN HANDKLÆÐI OG BORÐKLÚTUR

Almennt verð 600 kr.
Almennt verð Söluverð 600 kr.
Afsláttur Uppselt
Pattern language

Prjónaðir borðklútar eru einfaldlega bestir. Þessi uppskrift er innblásin af gamaldags frönskum eldhúsklútum en rendurnar eru langsum en ekki þversum eins og venjan er. Gerðu þína eigin útgáfu í þeim litum sem fara vel í þínu eldhúsi – og því ekki að eiga handklæði í stíl? Settið er líka tilvalin gjöf.

Mynstrið sem prjónað er kallast „linen stitch“ á ensku, með vísun í lín eða léreft. Það myndar slétta og snyrtilega áferð sem líkist vefnaði á réttunni. Á röngunni líkist áferðin perluprjóni. Þetta áferðarprjón er þétt og plaggið verður sterkt og endingargott.

Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap. Prjónað er einfalt áferðarmynstur fram og til baka. Þetta verkefni hentar vönum sem óvönum.

Mál
Handklæði: U.þ.b. 30×40 sm.
Borðklútur: U.þ.b. 21×21 sm.

Prjónafesta: 17lykkjur x 30 umferðir í áferðarmynstri = 10 x 10 sm.

Prjónar: Langur hringprjónn 5 mm.

Tillaga að garni: Bómullargarn sem er með prjónafestuna 16-18 L. Einnig má prjóna með tveim þráðum af finna garni. Hér sýnt í Drops Paris (50 gr=75 m) litum 17 og 59 og Drops Loves You 8 (50 gr=85m), litum 02 og 08.

Fyrir handklæði og borðklút þarf 2 hnotur af aðallit og 1 hnotu af aukalit.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

Skoða allar upplýsingar