Fara í upplýsingar um vöru
1 af 2

Yrja knit

LÍN ELDHÚSSETT

LÍN ELDHÚSSETT

Almennt verð 600 kr.
Almennt verð Söluverð 600 kr.
Afsláttur Uppselt
Sending reiknast síðar í kaupferlinu.
Pattern language

Prjónaðir borðklútar eru einfaldlega bestir. Þessi uppskrift er innblásin af gamaldags frönskum eldhúsklútum en rendurnar eru langsum en ekki þversum eins og venjan er. Gerðu þína eigin útgáfu í þeim litum sem fara vel í þínu eldhúsi – og því ekki að eiga handklæði í stíl? Settið er líka tilvalin gjöf.

Mynstrið sem prjónað er kallast „linen stitch“ á ensku, með vísun í lín eða léreft. Það myndar slétta og snyrtilega áferð sem líkist vefnaði á réttunni. Á röngunni líkist áferðin perluprjóni. Þetta áferðarprjón er þétt og plaggið verður sterkt og endingargott.

Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap. Prjónað er einfalt áferðarmynstur fram og til baka. Þetta verkefni hentar vönum sem óvönum.

Mál
Handklæði: U.þ.b. 30×40 sm.
Borðklútur: U.þ.b. 21×21 sm.

Prjónfesta: 17lykkjur x 30 umferðir í áferðarmynstri = 10 x 10 sm.

Prjónar: Langur hringprjónn 5 mm.

Tillaga að garni: Bómullargarn sem er með prjónfestuna 16-18 L. Einnig má prjóna með tveim þráðum af finna garni. Hér sýnt í Drops Paris (50 gr=75 m) litum 17 og 59 og Drops Loves You 8 (50 gr=85m), litum 02 og 08.

Fyrir handklæði og borðklút þarf 2 hnotur af aðallit og 1 hnotu af aukalit.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

Skoða allar upplýsingar