Fara í upplýsingar um vöru
1 af 3

Yrja knit

RETROPEYSA BARNA

RETROPEYSA BARNA

Almennt verð 1.190 kr.
Almennt verð Söluverð 1.190 kr.
Afsláttur Uppselt
Pattern language

Retropeysan er símynstruð með gömlu en sígildu litamynstri. Mynstrið gefur færi á ótal litamöguleikum svo hægt er að skapa flík eftir smekk hvers og eins. Hvort sem valdir eru mildir litir með litlum andstæðum eða skærir með miklum andstæðum getur útkoman orðið falleg og einstök. Val um venjulegt stroff eða perluprjón bætir einnig við möguleikum á útfærslu peysunnar.

Prjónað er í hring ofan frá og byrjað á stroffinu. Eftir stroff í hálsmáli er stykkinu skipt í ermar, bak- og framstykki með prjónamerkjum. Laskalykkjur skilja stykkin að og er aukið út fyrir framan og aftan þær, niður berustykkið. Þegar kemur að skiptingu í bol og ermar eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í holhönd fyrir hliðarnar á bolnum og áfram prjónað í hring. Ermalykkjur undir hendi eru prjónaðar upp úr holhandarlykkjunum og ermar prjónaðar í hring. Frágangur verður því með minnsta móti.

Auðvelt er að aðlaga sídd og ermalengd að þörfum notandans.

Stærðir: 2 – 4 – 6 – 8 – 10 – 12 ára.

Prjónafesta: 21 lykkja og 24 umferðir í litamynstri = 10×10 sm.

Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 3 og 4 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu, lengd fer eftir stærð peysu. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokkaprjóna.

Garn: Mælt er með að nota bómullar- og ullarblöndu til þess að peysan verði ekki of þykk og heit. Peysurnar á myndunum eru prjónaðar úr Sandnes Duo (50 g = 115 m) en nota má annað sambærilegt garn.

Það þarf u.þ.b.: 100 – 150 – 150 – 150 – 200 – 200 g af aðallit og u.þ.b. 100 – 100 – 150 – 150 – 150 – 150 g af mynsturlit.

Erfiðleikastig: 2 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap s.s. að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, prjóna upp lykkjur og auka út og fækka lykkjum til hægri og vinstri. Prjónað er einfalt litamynstur.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

Skoða allar upplýsingar