Fara í upplýsingar um vöru
1 af 5

Yrja knit

RETROVETTLINGAR

RETROVETTLINGAR

Almennt verð 700 kr.
Almennt verð Söluverð 700 kr.
Afsláttur Uppselt

Retrovettlingarnir eru prjónaðir með gömlu en sígildu mynstri sem gefur færi á ótal litamöguleikum svo hægt er að skapa útlit eftir smekk hvers og eins. Hvort sem valdir eru mildir litir sem tóna vel saman eða sterkir með miklum andstæðum getur útkoman orðið falleg og einstök.

Stærðir: 1 (S-M) og 2 (L-XL).

Prjónfesta: 24 lykkjur og 28 umferðir í litamynstri = 10×10 sm.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5 eða sú stærð sem þarf til að ná prjónafestu. Ef töfralykkja er notuð þarf langa hringprjóna í hvorri stærð.

Garn: Garn að eigin vali sem hæfir prjónafestunni. Það er ágætt að velja garn sem er gefið upp fyrir prjónafestu u.þ.b. 21-22, þá verða vettlingarnir þéttir og hlýir. Vettlingarnir á myndunum eru prjónaðir úr Pura Lana frá Gepard (50 gr = 115 m) í litum 152 og 106. Ef annað garn er valið getur það haft áhrif á útlit og eiginleika vettlinganna. Eins þarf þá að huga að garnmagni.

Það þarf 50-100 g af aðallit og 50-50 g af mynsturlit í vettlingana.

Erfiðleikastig: 2/3 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Ítalskt uppfit (ef vill), tvíbandaprjón/litamynstur, útaukningar og úrtökur til hægri og vinstri Skýringar, mynsturteikning fyrir hvora stærð um sig og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru aftast í uppskriftinni.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti. 

Skoða allar upplýsingar