SAND JAKKAPEYSA
SAND JAKKAPEYSA
Sand jakkapeysan er prjónuð með einföldu áferðarmynstri og laskaermum. Hún er fljótprjónuð á grófa prjóna, klassísk í sniði og passar við allt. Þegar prjónað er með yrjóttu garni myndast skemmtilegt samspil áferðar og lita sem erfitt er að fanga á mynd en gerir peysuna einstaka.
Prjónað er fram og til baka frá hálsmáli og niður en ermar eru prjónaðar í hring. Laskalykkjur skilja að ermar og bak- og framstykki, og er aukið út frá þeim niður berustykkið. Í lokin eru teknar upp lykkjur fyrir boðunga. Auðvelt er að aðlaga sídd og ermalengd að þörfum notandans.
Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 / Bolvídd peysu 97 – 102 – 108 – 114 – 123 – 133 sm.
Prjónafesta: 13 lykkjur og 20 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.
Prjónar: 40 og 100 sm langir hringprjónar nr 5 og 7, sokkaprjónar nr 5 – eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokka- og ermaprjóna.
Garn: PuF frá Gepard (50 g = 90 m) prjónað með Kid Seta frá Gepard (25 g = 210 m). Áætlað garnmagn PuF: 400-450-500-500-550-600 g og Kid Seta: 100-100-100-125-125-150 g.
Erfiðleikastig: 2 af 5, uppskriftin hentar bæði vönum og minna vönum prjónurum vel. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Uppfit og affelling. Útaukning og úrtaka til hægri og vinstri, einfalt áferðarmynstur, fitjað upp fyrir lykkjum í handvegi, lykkjur teknar upp, hnappagöt. Mynsturteikning sem sýnir útaukningar, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni.
Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.