Fara í upplýsingar um vöru
1 af 4

Yrja knit

Stilla handstúkur

Stilla handstúkur

Almennt verð 600 kr.
Almennt verð Söluverð 600 kr.
Afsláttur Uppselt
Language

Stundum er einfalt bara best. Stilla handstúkurnar eru lausar við allt prjál en stílhreinar og klassískar í einfaldleika sínum. Góðar úti vor og haust en líka inni þegar vetur er kaldur. Þær eru fljótprjónaðar og tilvalin uppskrift fyrir byrjendur sem lengra komna prjónara.

Stærðir: 1 (S-M) og 2 (L-XL).

Prjónfesta: 21 lykkja í sléttu prjóni = 10 sm á breidd.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4 eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu. Ef töfralykkja er notuð þarf langan hringprjón nr. 4.

Garn: Garn sem hæfir prjónafestunni. Stúkurnar á myndunum eru prjónaðir úr Puna frá Drops (50 gr = 110 m) í lit 04, grábrúnn. Það þarf um 50-100 g af garni.

Erfiðleikastig: 2 af 5. Það er engin flókin tækni í þessari uppskrift; hefðbundin uppfit og affelling, einfalt stroff, slétt prjón og útaukningar til hægri og vinstri. Skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru aftast í uppskriftinni.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við 4 skipti. 

Skoða allar upplýsingar