VINDA PEYSA
VINDA PEYSA
Peysan Vinda er með áberandi kaðlamynstri sem vindur sig frá háum kraganum og niður berustykkið. Mynstrið endurtekur sig í stroffi á ermum og bol. Prjónað er ofan frá og niður sem gerir það auðvelt að aðlaga sídd og ermalengd auk þess sem frágangur verður í minnsta lagi. Hækkun á baki gerir það að verkum að peysan situr fallega og fer vel í hálsmálinu framanverðu.
Stærðir: 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 / Bolvídd peysu 88 – 95 – 102 – 109 – 116 – 123 – 130 sm.
Prjónafesta: 18 lykkjur og 23 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 sm.
Prjónar: Langir og stuttir hringprjónar nr. 5 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu. Hálfu og heilu nr. fínni prjónar fyrir stroff. Ef töfralykkja er notuð þarf ekki sokka- og ermaprjóna. Kaðlaprjónn eða annar hjálparprjónn.
Garn: Garn að eigin vali sem hæfir prjónafestunni (Worsted grófleiki) eða tveir þræðir af garni sem saman prjónast á 18 L pr 10 sm, til dæmis einn þráður af ullargarni með prjónfestu 20-22 ásamt einum þræði af silki-mohair eða einn þráður af plötulopa með einum þræði af einbandi. Peysan á myndunum er prjónuð úr Lama Tweed frá CaMaRose (50 gr = 100 m, lamaull, ull og Donegal) í lit 6453 Pudder.
Það þarf u.þ.b. 400 – 450 – 500 – 550 – 600 – 600 – 650 g eða u.þ.b. 800 – 900 – 1000 – 1100 – 1200 – 1200 – 1300 m. miðað við uppgefið garn og rétta prjónafestu.
Erfiðleikastig: 3 af 5. Meðal annars er eftirfarandi tækni beitt: Kaðlaprjón. Útaukning og úrtaka til hægri og vinstri. Stuttar umferðir. Mynsturteikningar sem sýna útaukningar, helstu skýringar og vísun á leiðbeiningamyndbönd eru í uppskriftinni.
Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Eindregið er mælt með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti.