Fara í upplýsingar um vöru
1 af 4

Yrja knit

YRJA BARNAPEYSA

YRJA BARNAPEYSA

Almennt verð 1.190 kr.
Almennt verð Söluverð 1.190 kr.
Afsláttur Uppselt

Þessi mjúka peysa er barnaútgáfan af Yrju dömupeysunni. Hún er fljótprjónuð, mynstrið er einfalt og auðlært en setur mikinn svip á peysuna. Prjónað er neðan frá og upp og ermarnar eru prjónaðar við bolinn með laskaúrtökum. Hálsmálið er mótað með því að prjóna fram og til baka. Tvöfalt stroff er í hálsmáli. Garnið í peysuna er úr náttúrulegum efnum; Alpaca, bómull og merinoull, hlýtt, létt og lipurt. Peysan er í víðari kantinum og sniðið gerir ráð fyrir um 13-20 sm í hreyfivídd, mestri í stærri stærðunum.

Stærðir: 2 – 4 – 6 – 8 – 10 -12 – 14 ára.

Prjónafesta: 14 lykkjur og 24 umferðir í mynsturprjóni = 10×10 sm.

Prjónar: Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 4 og 6 eða sú stærð sem gefur rétta prjónafestu.

Garn: CaMaRose Snefnug (50 gr = 110 m) eða blásið garn af sama grófleika. Áætluð garnþörf er u.þ.b. 200 – 200 – 250 – 250 – 300 – 300 – 350 gr.

Erfiðleikastig: 3 af 5. Uppskriftin krefst þekkingar á grunnatriðum í prjónaskap. Auk þess er notast við ítalskt uppfit, úrtökur og útaukningar til hægri og vinstri. Í löskum er tekið úr með því að prjóna 3 L saman bæði frá réttu og röngu. Helsta tækni er útskýrð í uppskriftinni og með hlekkjum á skýringarmyndbönd.

Við kaup á uppskrift færð þú tölvupóst með hlekk á pdf skjal til niðurhals. Um leið og smellt er á hlekkinn hleðst skjalið sjálfkrafa niður. Mælt er með að nota tölvu frekar en síma. Stundum þarf að leita í Niðurhal/Downloads möppunni eða Skrárnar mínar/My Files möppunni til að finna skjalið. Niðurhal er takmarkað við fjögur skipti. 

Skoða allar upplýsingar